Erlent

Fangaði sprenginguna sem varð henni og fjórum öðrum að bana

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls létu fimm manns lífið þegar sprengjuvarpan sprakk.
Alls létu fimm manns lífið þegar sprengjuvarpan sprakk. Bandaríski herinn
Hermaðurinn og ljósmyndarinn Hilda I. Clayton fangaði sínar síðustu stundir og sprenginguna sem varð henni og fjórum öðrum að bana í Afganistan. Hin 22 ára gamla Clayton starfaði sem ljósmyndari fyrir herinn og var að þjálfa afganskan hermann í ljósmyndun og kvikmyndatöku þegar sprengjuvarpa sprakk í loft upp.

Afganski hermaðurinn lét einnig lífið og þrír hermenn sem voru að æfa notkun sprengjuvörpunnar sem sprakk. Þetta gerðist í júlí 2013 en herinn og Military Review hafa nú birt myndir sem Clayton og afganski ljósmyndarinn tóku á því augnabliki.

Myndin sem afganski hermaðurinn tók.Bandaríski herinn
Í grein Military Review segir að tilgangur þess að birta myndirnar sé að stuðla að jafnrétti kynjanna innan hersins og sýna fram á hvernig kvenkyns hermenn eru sífellt meira að setja sig í hættu til jafns við karlkyns hermenn.

Myndirnar voru birtar með leyfi fjölskyldu Clayton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×