Erlent

Kosning Sáda í kvennanefnd SÞ sætir gagnrýni

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Kosningin um aðild Sáda í kvennanefnd SÞ var leynileg.
Kosningin um aðild Sáda í kvennanefnd SÞ var leynileg. vísir/afp
Sjö lönd sátu hjá og 47 sögðu já þegar kosið var um aðild Sádi-Arabíu að kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Að sögn sænska utanríkisráðuneytisins er ekki hægt að greiða atkvæði gegn aðild einhvers ríkis.

Upplýsingar um hvernig Svíar greiddu atkvæði verða ekki gefnar þar sem kosningin var leynileg en niðurstaða hennar hefur sætt gagnrýni vegna þeirra ströngu laga sem gilda um samfélagslega þátttöku kvenna í Sádi-Arabíu. Leiðtogi Hægri flokksins í Svíþjóð, Anna Kinberg Batra, hefur krafist þess að fá að vita afstöðu sænskra yfirvalda.

Belgía er eitt fárra landa sem greint hafa frá afstöðu sinni. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Mich­el, kveðst iðrast þess að hafa greitt atkvæði með aðild Sádi-Arabíu að kvennanefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×