Erlent

Oliver Stone horfði á Dr. Strangelove með Vladimir Putin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Úr kvikmyndinni Dr. Strangelove
Úr kvikmyndinni Dr. Strangelove Vísir/Getty
Bandaríski leikstjórinn Oliver Stone vinnur nú að nýrri heimildarmynd um Vladimir Putin, forseta Rússlands. Stone settist niður með Putin og ræddi við hann en það var þó ekki það eina sem þeir gerðu.

Í frétt Washington Post kemur fram að Stone hafi sýnt Putin kvikmyndina Dr. Strangelove, sem Stanley Kubrick gerði árið 1964. Myndin fjallar um kjarnorkustríð á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

Putin hafði aldrei séð myndina áður en ekki kemur fram hvort að Putin hafi líkað myndin eða ekki. Það mun þó mögulega kom fram í heimildarmynd Stone sem nefnist The Putin Interviews, en í henni verður atriði þar sem sjá má Putin og Stone og horfa á myndina saman.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Stone ræðir við þjóðarleiðtoga en hann hefur áðure tekið við viðtal við Hugo Chávez, fyrrverandi forseta Venezúela, og Fidel Castro, fyrrverandi leiðtoga Kúbu

Heimildarmynd Stone verður sýnd á bandarísku sjónvarpstöðinni Showtime í fjórum hlutum frá og með 12. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×