Erlent

Lögregluþjónar sem skutu mann til bana í Louisiana ekki ákærðir

Atli Ísleifsson skrifar
Fólk tók þegar að safnast saman í gærkvöldi fyrir utan búðina þar sem Alton Sterling var skotinn til bana.
Fólk tók þegar að safnast saman í gærkvöldi fyrir utan búðina þar sem Alton Sterling var skotinn til bana. Vísir/AFP
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt hafa ákveðið að kæra ekki tvo hvíta lögregluþjóna sem skutu svartan mann til bana í Louisiana síðasta sumar.

Myndbandsupptaka af atvikinu sýnir hvernig lögreglumennirnir halda manninum, Alton Sterling, niðri, á meðan þeir skjóta hann nokkrum sinnum.

Sjá einnig: Mikil bræði eftir að lögregluþjónar skutu svartan mann

Gríðarleg mótmæli voru vegna málsins á sínum tíma í borginni Baton Rouge og er reiknað með að upp úr sjóði að nýju nú þegar ákvörðun um að kæra ekki liggur fyrir.

Fregnum af ákvörðuninni var lekið til fjölmiðla áður en fjölskylda Sterlings hafði verið látin vita og áður en borgarstjórinn í Baton Rouge fékk veður af henni.

Fólk tók þegar að safnast saman fyrir utan búðina þar sem Sterling var skotinn en ekki kom til neinna átaka.

Myndbandsuptökuna má sjá hér að neðan, en hún gæti vakið óhug lesenda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×