Erlent

Norðmenn flykkjast í nám í sjávarútvegi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Samkeppni er um nemaplássin í sjávarútvegsfræðum í Noregi.
Samkeppni er um nemaplássin í sjávarútvegsfræðum í Noregi. vísir/stefán
Aðsókn í sjávarútvegsfræði við háskólana í Tromsö og Bodö í Noregi hefur nær þrefaldast á undanförnum fjórum árum og eru umsækjendur við hvorn skólann nú á þriðja hundrað.

Algengt er að nemarnir hverfi til starfa í faginu áður en þeir hafa lokið námi, að því er segir á vefnum Dagens Næringsliv.

Fjölgun nema í sjávarútvegsfræðum er skýrð með því að fleiri hafi uppgötvað atvinnumöguleikana á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×