Erlent

Dómstóll neitar móður um upplýsingar um fylgdarmann og föður barnsins

Atli Ísleifsson skrifar
Í dómnum kemur fram að rétturinn til einkalífs vegi þyngra en kröfur konunnar um að maðurinn greiði henni meðlag vegna barnsins.
Í dómnum kemur fram að rétturinn til einkalífs vegi þyngra en kröfur konunnar um að maðurinn greiði henni meðlag vegna barnsins. Vísir/Getty
Dómstóll í Müchen hefur neitað konu sem varð ólétt eftir að hafa stundað kynlíf með fylgdarmanni á hóteli í Þýskalandi um að komast yfir upplýsingar um raunverulegt nafn mannsins.

Dómstóllinn hefur dæmt að hótelið, sem er í bænum Halle, þurfi ekki að gefa konunni upplýsingar um nafn mannsins, en konan og fylgdarmaðurinn vörðu þar saman þremur nóttum árið 2010.

Í dómnum kemur fram að rétturinn til einkalífs vegi þyngra en kröfur konunnar um að maðurinn greiði henni meðlag vegna barnsins.

Í frétt BBC kemur fram að konan þekkti manninn einungis sem „Michael“ en að þrír menn sem beri sama nafn hafi einnig dvalið á umræddu hóteli á sama tíma. Telur dómstóllinn að mennirnir eigi rétt á að ráða yfir sínum upplýsingum og vernda hjónaband sitt og fjölskyldur.

Konan varð ólétt eftir að hafa dvalið með „Michael“ í herbergi á annarri hæð hótelsins. Hún á nú sjö ára gamlan dreng.

Dómstóllinn taldi hættu á að vegna skorts á upplýsingum um umræddan mann væri hætta á að persónuupplýsingum um menn sem kæmu málinu ekkert við yrðu gerðar opinberar. Þá væri ekki víst að raunverulegt nafn fylgdarmannsins væri Michael.

Lög um persónuvernd í Þýskalandi eru einhver þau ströngustu í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×