Erlent

Sex látnir eftir að risakrani hrundi í Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Verið var að smíða olíuborpall í stöðinni fyrir franska fyrirtækið Total þegar slysið varð.
Verið var að smíða olíuborpall í stöðinni fyrir franska fyrirtækið Total þegar slysið varð. Vísir/AFP
Sex eru látnir og rúmlega tuttugu slasaðir eftir að risakrani á skipasmíðastöð stórfyrirtækisins Samsung í Suður-Kóreu hrundi í gær.

Björgunarsveitir eru enn að störfum í brakinu og leita nú að fólki sem kann að vera fast þar undir.

Þeir sem fórust eru sagðir hafa verið undirverktakar hjá Samsung en mannskæð vinnuslys eru fátíð í Suður-Kóreu og hefur atburðurinn slegið þjóðina.

Verið var að smíða olíuborpall í stöðinni fyrir franska fyrirtækið Total þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×