Erlent

Slitnar upp úr Yakuza

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vel flúraðir meðlimir Yakuza.
Vel flúraðir meðlimir Yakuza. Nordicphotos/AFP
Lykilmeðlimir Yamaguchi-gumi, Kobe-kafla og stærsta hóps japönsku Yakuza-mafíunnar, hafa sagt sig úr samtökunum til að stofna skipulögð glæpasamtök, samkvæmt japönskum miðlum. Vitnað er í nafnlausan meðlim sem er ósáttur við hvernig staðið er að fjármálunum.

Um 23.000 meðlimir eru í Yamaguchi-gumi en um 60.000 í Yakuza á landsvísu. Samtökin eru ekki ólögleg en sögð afla tekna ólöglega, með fjárhættuspilum, vændi og fíkniefnasmygli. Lögreglan varar við mögulegu ofbeldi vegna þessa.

Segja meðlimirnir fyrrverandi að nýju samtökin muni heita Ninkyo Dantai Yamaguchi-gumi. Þá muni Yoshinori Oda, sem var lykilmaður í Yakuza, verða talsmaður þeirra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×