Erlent

Fékk ekki mæðradagskort og barði soninn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Miðað við viðbrögð konunnar er kannski skiljanlegt að hún hafi ekki fengið neitt kort.
Miðað við viðbrögð konunnar er kannski skiljanlegt að hún hafi ekki fengið neitt kort. vísir/getty
Kona frá Suður-Karólínu var handtekin í gær grunuð um líkamsárás gegn syni sínum. Ástæðan fyrir árásinni var sú að drengurinn gaf ömmu sinni kort á mæðradaginn en móðurinni ekki neitt.

Í lögregluskýrslu segir að konan sé grunuð um að hafa brotið gegn barnaverndarlögum með því að slá son sinn í höfuðið. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús og gert að áverkum hans. Aldur hans var ekki gefinn upp.

Í skýrslunni kemur einnig fram að systir drengsins segi ástæðu árásarinnar hafa verið þá að amma þeirra fékk kort frá drengnum. Móðirin lét sér ekki nægja að slá soninn heldur reif hún kortið einnig í tætlur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×