Erlent

Leynigöng fundust í mexíkósku fangelsi

Atli Ísleifsson skrifar
Göngin fundust í fangelsi í Reynosa nærri bandarísku landamærunum.
Göngin fundust í fangelsi í Reynosa nærri bandarísku landamærunum. twitter
Mikið magn eiturlyfja, áfengis og verkfæra hafa fundist í leynigöngum í mexíkósku fangelsi í Tamaulipas-héraði.

Talsmaður lögreglunnar segir að göngin, sem höfðu verið falin með múrsteinahleðslu, hafi verið fimm metra djúp, ókláruð og hafi því engum tekist að flýja um þau.

Göngin fundust í fangelsi í Reynosa nærri bandarísku landamærunum. Þau fundust eftir að fulltrúar fangelsisyfirvalda notuðust við tækni sem mælir hreyfingar neðanjarðar. Er nú kannað hvort að fleiri göng leynist á lóð fangelsisins.

Leynigöng í mexíkóskum fangelsum hafa mikið verið til umræðu eftir að eiturlyfjabaróninum Joaquin Guzman, betur þekktur sem El Chapo, tókst að flýja um leynigöng í Altiplano-fangelsinu árið 2015. Hann var á flótta í hálft ár áður en hann var aftur handtekinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×