Innlent

Einn af hverjum sex sem þráir að eignast barn glímir við ófrjósemi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Einn af hverjum sex sem þráir að eignast barn hér á landi glímir við ófrjósemi. Formaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi, segir að skilningur á vandanum sé takmarkaður og að margir sem standi í þessum sporum treysti sér ekki til að segja frá og beri harm sinn í hljóði.   

Tilvera, samtök um ófrjósemi, kynnti í dag ný myndbönd, 1 af 6, þar sem Íslendingar segja frá glímunni við sjúkdóminn á afar áhrifaríkan hátt en  þau eru unnin í tengslum við vitundarvakningu samtakanna um ófrjósemi. Markmiðið er að vekja athygli á ófrjósemi og þeim sorgum og sigrum sem fólk gengur í gegnum þegar það þarf að nýta sér aðstoðar tækninnar til að eignast barn.

Ásta segir að ófrjósemi hafi í för með sér gríðarlegt andlegt álag. Skilningur á vandanum sé oft takmarkaður, bæði í samfélaginu og í heilbrigðiskerfinu og margir þori ekki að segja öðrum frá því að þeir eigi við ófrjósemi að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×