Erlent

Vilja gera ungmennum kleift að eyða vandræðalegri fortíð sinni á samfélagsmiðlum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Theresa May. forsætisráðherra Bretlands og frambjóðandi Íhaldsflokksins er á fullu um þessar mundir í kosningabaráttu.
Theresa May. forsætisráðherra Bretlands og frambjóðandi Íhaldsflokksins er á fullu um þessar mundir í kosningabaráttu. Nordicphotos/AFP
Íhaldsflokkurinn hefur heitið því fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi, að gera almennum borgurum það kleyft að krefjast þess að samfélagsmiðlafyrirtæki eyði vandræðalegum færslum úr fortíð þeirra. Þetta kemur fram í drögum að kosningastefnu flokksins.  BBC greinir frá.

Flokkurinn lofar því að hljóti hann meirihluta muni hann róa að því öllum árum að tryggja réttindi borgara gagnvart netinu. Vilji sé til þess að vinna með samfélagsmiðlafyrirtækjum, líkt og Facebook og Twitter, en flokkurinn útilokar þó ekki lagasetningu.

Forsvarsmenn Verkamannaflokksins segja að þessi loforð séu enn eitt dæmið um fögur fyrirheit Íhaldsflokksins, sem engin innistæða sé fyrir. Þegar kosningar verði afstaðnar, muni flokkurinn ekkert gera í málaflokknum.

Amber Heard, innanríkisráðherra Bretlands, segir að flokkurinn sé nú þegar í viðræðum við samfélagsmiðlafyrirtæki, sem „segja að þau séu reiðubúin til samstarfs við yfirvöld.“

Í kosningastefnudrögum Íhaldsflokksins má jafnframt finna loforð um að auðvelda netverslun Breta, með því að innleiða sérstakar netáritanir.

Kosningar munu fara fram í Bretlandi þann 8. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×