Innlent

Baldri snúið við vegna brælu

Samúel Karl Ólason skrifar
Baldur við Vestmannaeyjar.
Baldur við Vestmannaeyjar. Skjáskot
Snúa þurfti ferjunni Baldri við til Vestmannaeyja í dag eftir að ljóst varð að hún gat ekki lagst að bryggju í Landeyjahöfn. Baldur er notaður til siglinga á milli Vestmannaeyja og Íslands þar sem Herjólfur er í slipp.

Haraldur Halldórsson frá Vestmannaeyjum birti myndband að innsiglingu Baldurs í dag. Hann birti einnig myndband af Lóðsanum sem sjá má hér neðar.

Í samtali við Ríkisútvarpið sagði Rannveig Ísfjörð, afgreiðslustjóri Herjólfs í Vestmannaeyjum, að fáir hafi verið um borð og að lítið hafi verið um sjóveiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×