Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar 2 verður rætt við Birgi Jakobsson landlækni sem segir að stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum sé það óljós að hún sé byrjuð að grafa undan hagsmunum sjúklinga í heilbrigðiskerfinu.

Þá verður áfram fjallað um stöðuna á Akranesi en HB Grandi tilkynnti gær þá ákvörðun að loka botnfiskvinnslu á staðnum.

Einnig verður fjallað um ný neyðarvegabréf, óánægju meðal nemenda við Fjölbrautaskólann við Ármúla og rætt við íslenska lakkrísframleiðendur sem taka ekki undir þær fullyrðingar um að lakkrís geti haft alvarleg áhrif á heilsu manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×