Erlent

Tugir létu lífið í árás sem beindist gegn pakistönskum stjórnmálamanni

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Pakistan. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Pakistan. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Rúmlega tuttugu eru látnir og fjölmargir særðust í mikilli sprengjuárás austur af Quetta í Baluchistan-héraði í Pakistan í morgun. Frá þessu greina talsmenn pakistanskra yfirvalda.

Árásin virðist hafa beinst að bílalest stjórnmálamannsins Abdul Ghafoor Haideri.

„Skyndilega varð mikil springing. Ég fékk glerbrot yfir mig eftir að bílrúður sprungu, ég er særður en kominn í öruggt skjól,“ sagði Haideri í samtali við fréttamenn sjónvarpsstöðina Samaa.

Haideri er varaforseti öldungadeildar pakistanska þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×