Erlent

Þynnka eykur hættuna á misnotkun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ekkert þykir benda til að slæm þynnka dragi úr drykkju.
Ekkert þykir benda til að slæm þynnka dragi úr drykkju.
Þeir sem hafa tilhneigingu til að fá slæma timburmenn eins og til dæmis höfuðverk, þreytu, ógleði og uppköst eru í meiri hættu á að misnota áfengi en aðrir þegar til lengri tíma er litið. Þetta er niðurstaða könnunar dönsku lýðheilsustofnunarinnar sem byggir á úttekt á alþjóðlegum rannsóknum.

Danska fréttaveitan Ritzau hefur það eftir prófessornum Janne Tol­strup að ekki sé vitað hvers vegna sumir fá mikla timburmenn en aðrir sem drukkið hafa jafn mikið sleppi. Hún bendir á að ekkert bendi til að slæm þynnka komi í veg fyrir frekari drykkju. Til dæmis drekki þeir sem fá slæma timburmenn áfengi daginn eftir í því skyni að draga úr óþægindunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×