Innlent

Forsetinn heimsækir Færeyjar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, eiginkona hans.
Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, eiginkona hans. Vísir/Eyþór
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, Eliza Reid, halda í heimsókn til Færeyja næstkomandi mánudag, þann 15. maí. Með honum í för verða Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og kona hans, Ágústa Johnson, auk embættismanna.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að í heimsókninni muni Guðni eiga fundi með færeyskum ráðamönnum, skoða skóla og vinnustaði, halda fyrirlestur við háskóla Færeyja og efla kynni við Færeyinga með ýmsum hætti.

Guðni mun meðal annars funda með Aksel V. Johannesen, lögmanni Færeyja, og ráðherrum eyjanna, heimsækja minjasafn í Miðvogi og Nólsey sem er skammt frá Þórshöfn.

Heimsóknin stendur fram á fimmtudag en nánar má lesa um hana á vef forsetaembættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×