Innlent

Vegurinn undir Eyjafjöllum opnaður aftur

Vegum var lokað í gær vegna veðurs.
Vegum var lokað í gær vegna veðurs. vísir/
Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum, vestan við Vík, hefur verið opnaður. Þó er enn hvasst og ættu létt farartæki eða húsbílar því ekki að fara um svæðið. Sömuleiðis hefur Steingrímsfjarðarheiði verið opnuð og búið er að opna til vestur frá Freysnesi en þaðan austur að Jökulsárlóni er enn lokað.

Öxnadalsheiði er lokuð í stutta stund vegna umferðaróhapps.

Vegum var lokað í gær vegna óveðurs sem gekk yfir landið. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Vík í Mýrdal á Suðurlandi þar sem hátt í fimmtíu manns sátu storminn af sér. Búist er við áframhaldandi stormi í dag.

Færð og aðstæður

Á Vestfjörðum er víða hvassviðri og éljagangur og sums staðar nokkur hálka. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Krap er á Hálfdáni og á köflum á norðanverðum fjörðunum, þar jafnvel á láglendi.

Hálka er á Öxnadalsheiði og skafrenningur. Hálka er á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði en snjóþekja m.a. á Vopnafjarðarheiði og Fagradal. Öxi er þungfær, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×