Erlent

Hin ástralska Unnur Brá

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Larissa Waters, öldungadeildarþingmaður í Ástralíu.
Larissa Waters, öldungadeildarþingmaður í Ástralíu. vísir/epa
Larissa Waters, ástralskur öldungadeildarþingmaður, fetaði í gær í fótspor Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hún var með nýfætt barn sitt á brjósti í þingsal.

Varð hún þar með fyrsti Ástralinn til að vera með barn á brjósti á ástralska þinginu en slíkt hefur verið leyfilegt í báðum deildum þingsins frá því í fyrra.

Sjálfri þótti Waters, sem er þingmaður Græningja, atvikið alls ekki fréttnæmt. „Það er í raun fáránlegt að það teljist fréttnæmt að vera með barn á brjósti. Það hefur tíðkast lengur en elstu menn muna,“ sagði Waters í viðtali við BBC í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×