Erlent

Ísraelsk fréttaþula táraðist þegar hún tilkynnti að útsendingin yrði sú síðasta

Atli Ísleifsson skrifar
Geula Even Sa'ar.
Geula Even Sa'ar.
Ísraelska fréttaþulan Geula Even Sa'ar táraðist í beinni útsendingu á ísraelsku ríkissjónvarpsstöðinni Stöð 1 í gærkvöldi þegar hún greindi frá því að þetta væri að öllum líkindum í síðasta sinn sem kvöldfréttaþátturinn Mabat yrði sýndur.

Skömmu fyrir útsendinguna í gær fengu Even Sa'ar og samstarfsmenn hennar boð um að sökum endurskipulagningar í fjölmiðlarekstri ísraelska ríkisins yrði stöðinni lokað í nótt eftir að hafa starfað í 49 ár, lengst allra í Ísrael.

Til stendur að stofna nýjan ríkisfjölmiðil í Ísrael, Kan, sem tekur til starfa um miðjan næsta mánuð.

Even Sa'ar sagði ljóst að margir samstarfsmenn hennar myndi missa vinnu sína og sagðist hún vona að þeir myndu fljótt finna sér ný störf.

Í lok útsendingarinnar komu allir samstarfsmenn hennar upp á svið og sundu þau saman þjóðsönginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×