Innlent

Eldur kom upp í olíuflutningabíl við Sundagarða

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mjög stóru svæði í kringum Olís við Sundagarða hefur verið lokað.
Mjög stóru svæði í kringum Olís við Sundagarða hefur verið lokað. Vísir/Jóhann K.
Eldur kom upp í olíuflutningabíl á Olís stöðinni við Sundagarða. Slökkviliðnu barst tilkynning vegna málsins 23:30.

Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk slökkvistarf hratt og örugglega. 

Mjög stóru svæði í kringum Olís við Sundagarða hefur verið lokað þar sem ekki er búið að tryggja öryggi á vettvangi og verður slökkviliðið áfram á staðnum þar til öryggi hefur verið tryggt.

Uppfært 00:09

Eldurinn kom upp þegar verið var að dæla eldsneyti af olíuflutningabíl á bensíntanka við bensínstöð Olís við Sundagarða. Nokkur eldur kom upp en viðbrögð bílstjórans voru hárrétt, að aftengja bílinn með sérstökum neyðarhnappi.

Lögreglan lokaði stóru svæði til öryggis því ekki var ljóst hversu umfangsmikið þetta gæti orðið miðað við fyrstu tilkynningu og er nú verið að hreinsa og loka. Einhverjar skemmdir eru en búið er að tryggja vettvang. Fulltrúar olíudreifingar eru nú komnir á vettvang. 

Vísir/Jóhann K
Vísir/Jóhann K



Fleiri fréttir

Sjá meira


×