Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag fram kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir fimm körlum og einni konu, sem grunuð eru um aðild að líkamsárás í Mosfellsdal í gærkvöldi, sem leiddi til dauða mannsins sem ráðist var á. Einn hinna handteknu hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní næstkomandi. 

Fjallað verður nánar um manndrápið í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar förum við líka ítarlega yfir þingkosningarnar í Bretlandi sem fram fara í dag, en allt útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn vinni öruggan sigur. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í London, og mun hann meðal annars spjalla við sérfræðinga í beinni útsendingu þaðan.

Í fréttunum verður líka greint frá helstu punktum úr yfirheyrslum yfir James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sem fram fóru í dag.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×