Enski boltinn

Zlatan Ibrahimovic líklega á förum frá Man Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic með Evrópudeildarbikarinn.
Zlatan Ibrahimovic með Evrópudeildarbikarinn. Vísir/Getty
Manchester United mun ekki bjóða Zlatan Ibrahimovic nýjan samning þegar sá gamli rennur út 30. júní næstkomandi. Þetta hafa bæði BBC og Sky Sport eftir heimildamönnum sínum úr herbúðum félagsins.











Á morgun verður gefinn út listi hjá ensku úrvalsdeildinni yfir þá leikmenn sem verða áfram. Ef United hefur beðið Ibrahmovic um að spila áfram á Old Trafford þá mun það koma fram þar.

Það eru ennþá margir mánuðir í það að hinn 35 ára gamli Zlatan Ibrahimovic verði leikfær á ný því hann sleit krossband í apríl og missti af þeim sökum af lokakafla tímabilsins.

Zlatan Ibrahimovic samdi til eins árs í fyrrasumar en með möguleika á öðru ári. United var ekki búið að virkja þann hluta samningsins þegar Ibrahimovic sleit krossbandið.

Samkvæmt frétt BBC telja menn hjá Manchester United það ekki vera mikið viðskiptavit að bjóða Zlatan Ibrahimovic þennan góða samning þegar vitað er að hann mun aðeins geta spilað með liðinu nema lítinn hluta af tímanum.

Zlatan Ibrahimovic átti engu að síður frábært fyrsta tímabil með liði Manchester United þar sem að hann skoraði 28 mörk í öllum keppnum þar af 17 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Ibrahimovic þarf nú að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil en það er það auðveldasta í stöðunni fyrir meiddan leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×