Enski boltinn

Ederson orðinn leikmaður Man. City | Hrifinn af öllu hjá City og sérstaklega Pep

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ederson með Txiki Begiristain.
Ederson með Txiki Begiristain. Vísir/Getty
Manchester City hefur staðfest það á heimasíðu sinni að félagið sé búið að kaupa markvörðinn Ederson frá Benfica.

Manchester City borgar Benfica 35 milljónir punda fyrir leikmanninn eða 4,5 milljarða íslenskra króna. Hann verður þar með dýrasti markvörður heims en Gianluca Buffon átti áður metið.







Ederson verður fjórði Brasilíumaður félagsins í viðbót við þá Fernandinho, Fernando og Gabriel Jesus.

Ederson, sem heitir fullu nafni Ederson Santana de Moraes, er einn af efnilegustu markvörðum heims en hann átti mjög gott tímabil með portúgölsku meisturunum í Benfica.

„Ég er hrifinn af öllu hjá Manchester City. Þetta er frábær klúbbur, deildin hér í Englandi er öflug þar sem eru frábærir stuðningsmenn og spilaður góður fótbolti. Ég hef alltaf dreymt um að spila í ensku úrvalsdeildinni og nú er sá draumur að rætast,“ sagði Ederson.

„Liðið er alltaf að vaxa undir stjórn Pep Guardiola og hann er að búa til framtíðarlið. Það hafði mikil áhrif þegar ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Ederson.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×