Innlent

88 prósent Sjálfstæðismanna segja lífið sanngjarnt en einungis 40 prósent Pírata

Atli Ísleifsson skrifar
Hlutfall þeirra sem töldu lífið sanngjarnt jókst einnig með auknum heimilistekjum.
Hlutfall þeirra sem töldu lífið sanngjarnt jókst einnig með auknum heimilistekjum. Vísir/getty
72 prósent Íslendinga segja lífið vera sanngjarnt samkvæmt nýrri könnun MMR. Samkvæmt könnuninni kváðu 28 prósent aðspurðra lífið vera ósanngjarnt.

Í frétt á vef MMR segir að konur reyndust líklegri en karlar til að finnast lífið vera sanngjarnt, en 74 prósent kvenna sögðu lífið vera sanngjarnt samanborið við 71 prósent karla.

„Með auknum aldri jókst hlutfall þeirra sem töldu lífið sanngjarnt. Af þátttakendum 68 ára og eldri sögðu 83% lífið vera sanngjarnt en einungis 60% þátttakenda á aldrinum 18-29 ára voru sama sinnis.

Hlutfall þeirra sem töldu lífið sanngjarnt jókst einnig með auknum heimilistekjum. Af þeim sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund á mánuði töldu 57% lífið vera sanngjarnt samanborið við 81% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur.

Stuðningsfólk Pírata (60%) og Samfylkingar (51%) reyndust töluvert líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að finnast lífið vera ósanngjarnt. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks reyndist aftur á móti líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að telja lífið vera sanngjarnt eða 88%.“

Könnunin var framkvæmd 11.-16. maí. Nánar má lesa um könnunina á vef MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×