Fótbolti

Stelpa mátti ekki spila af því hún lítur út eins og strákur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fótboltastelpur. Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Fótboltastelpur. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Vísir/Getty
Móthaldarar á fótboltamóti stelpna í Nebraska í Bandaríkjunum komu illa fram við átta ára stelpu sem var mætt á mótið til þess að spila með liði sínu.

Lið hennar var nefnilega dæmt út leik af því að mótshaldarar héldu því fram að hún sé í raun strákur að þykjast vera stelpa.

Mili Hernandez er bara átta ára gömul en hún er orðin nógu góð til að spila með ellefu ára liði Azzuri Cachorros.

Hún hjálpaði liði sínu að komast alla leið í úrslitaleikinn en skömmu áður en flautað var til leiks í úrslitaleiknum komu slæmu fréttirnar. Mili fékk að vita ásamt félögum sínum í liðinu að lið hennar hafi verið dæmt úr leik.

„Þótt að ég líti úr eins og strákur þá þýðir það ekki að ég sé strákur,“ sagði Mili Hernandez í viðtali við WOWT 6 sjónvarpsstöðina sem fjallaði um málið.





Fjölskylda hennar reyndi að tala um fyrir mótshöldurum og sýndu meðal annars gögn sem sönnuðu að hún væri stelpa en allt kom fyrir ekki.

Mia Hamm, goðsögn í sögu bandaríska kvennafótboltans, heyrði af sögu Mili Hernandez og var fljót að bjóða henni í fótboltabúðir sínar.

Mili Hernandez ætlar ekki að láta þetta leiðindamál stoppa sig. „Það eru sem betur fer til fótboltamót þar sem ég fæ að vera með,“ sagði Mili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×