Innlent

Milljóna ferðakostnaður

Benedikt Bóas skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán
Heildarferðakostnaður starfsmanna og kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg frá janúar til mars í ár var um sjö milljónir króna eða yfir tvær milljónir á mánuði. Langmest ferðuðust starfsmenn borgarinnar eða fyrir fjórar milljónir en embættismenn og borgarfulltrúar fyrir um 1,5 milljónir.

Upplýsingatæknideild, fjármálaskrifstofa og skrifstofa borgarstjóra og borgarritara voru einu sviðin sem voru nálægt milljón króna markinu. Starfsfólk Mannréttindaskrifstofu ferðuðust fyrir um 75 þúsund krónur á þessum þremur mánuðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×