Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna slasaðrar konu í Stakkholtsgjá

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björgunarstörf gengu vel.
Björgunarstörf gengu vel. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Hellu, Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum voru kallaðar út um hálf tvö leytið í dag vegna slasaðrar konu í Stakkholtsgjá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá björgunarsveitinni.

Umrædd kona féll og er með áverka áhöfði sem að sögn björgunarsveita virðast ekki alvarlegir. Björgunarmenn voru skjótir á staðinn og vinna þeir nú að því að koma konunni af staðnum.

Verður farið með konuna á heilsugæslu til nánari meðhöndlunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×