Enski boltinn

Mourinho tilbúinn að selja De Gea ef hann fær Morata í staðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
De Gea og Morata eru samherjar í spænska landsliðinu.
De Gea og Morata eru samherjar í spænska landsliðinu. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er tilbúinn að selja David De Gea til Real Madrid fyrir aðeins 22 milljónir punda ef hann fær framherjann Álvaro Morata í staðinn. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague greinir frá þessu.

De Gea hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarin ár en hann er frá Madríd og spilaði áður með erkifjendunum í Atlético.

Morata gekk aftur til liðs við Real Madrid síðasta sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Juventus. Morata átti ekki fast sæti í liði Real Madrid í vetur en skoraði samt 20 mörk.

United er í framherjaleit og Mourinho hefur mikinn áhuga á að fá Morata á Old Trafford.

Eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær sagði Morata að draumur hans væri að spila áfram fyrir Real Madrid. Hann er samt væntanlega á leið frá spænska félaginu og hefur áhuga á reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni að sögn Balague.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×