Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna konu sem datt við Glym

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Glymur er hæsti foss Íslands.
Glymur er hæsti foss Íslands. Vísir/Tryggvi
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Akranesi og úr Borgarfirði voru kallaðar út klukkan sex í kvöld vegna slasaðrar konu við Glym í Hvalfirði.

Samferðarmenn konunnar höfðu samband við Neyðarlínu en konan datt og leikur grunur á að hún sé fótbrotin.

Björgunarsveitir eru á leið á staðinn. Konan er stödd nokkuð frá bílastæðinu við Glym og því líklegt að bera þurfi konuna talsverða vegalend.

Uppfært 20.10 

Konan er komin í sjúkrabíl og mun fara á sjúkrahús til meðhöndlunar. Björgunarmenn báru konuna nokkra leið niður að bílastæði í Botnsdal að sjúkrabíl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×