Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Formaður Dómarafélags Íslands segir að ráðherra eigi að hafa rúmt svigrúm til mats á umsækjendum um dómaraembætti. Hann gagnrýnir ferli við skipun dómara og segir að allir sem komi að skipun dómara á Íslandi þurfi að hugsa sinn gang. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um fangelsismál en annar hver fangi snýr aftur í fangelsi að lokinni afplánun. Er þetta skýrt dæmi um að kerfið virki ekki að mati formanns Afstöðu, félags fanga.

Rúmlega fimmtán þúsund foreldrar hafa misst rétt til barnabóta á síðustu fjórum árum. Við förum yfir þessar breytingar.

Þá verður umfjöllun um ríkisfjármálaáætlun en Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að menntamál séu stórlega vanrækt í áætluninni. Þetta sjáist á samanburði á aukningu framlaga til ólíkra málaflokka.

Jafnframt sýnum við myndir frá opnun sýningar á verkum Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsi. Er þetta ein særsta opnun safnsins frá upphafi ef ekki sú allra stærsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×