Innlent

Víglínan: Neyðaráætlun í húsnæðismálum og deilur um dómara

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti í gær sameiginlega neyðaráætlun ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum ásamt fjármálaráðherra, umhverfisráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík. Hann verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í síðustu Víglínu Stöðvar 2 og Vísis fyrir sumarleyfi í dag.

Aðrir gestir verða Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Farið verður yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt, lög um jafnlaunavottun og fleira.

Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×