Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Ríkisstjórnin kynnti í dag fjórtán aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Hluti af aðgerðunum er samkomulag milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um fasteignaþróun og uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á lóðum í ríkisieigu innan borgarmarkanna. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum verður líka umfjöllun um uppfært fasteignamat en samkvæmt fasteignamati næsta árs verður samanlagt virði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis um 7.300 milljarðar króna á landinu. Hækkunin nemur tæplega 14 prósentum milli ára en mesta hækkun hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest í Húsavík.

Við fjöllum um viðbrögð þjóðarleiðtoga við ákvörðun Bandaríkjanna að draga sig út úr Parísarsáttmálanum. Engar líkur eru á að sáttmálanum verði breytt þrátt fyrir óskir Bandaríkjaforseta um að samið verði upp á nýtt með „sanngjarnari“ ákvæðum.

Í fréttatímanum verður umfjöllun um gengisþróun en þrátt fyrir að krónan hafi styrkst um 20 prósent á síðastliðnu ári búast sérfræðingar við enn meiri gengisstyrkingu á næstu mánuðum. Ferðamenn á Íslandi kvarta sáran undir háu verðlagi.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Icelandic Tatto Convention sem haldin er hér á landi í tólfta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×