Innlent

Fært í Landmannalaugar og Sprengisandur að opnast

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hálendisvegir opnast óvenju snemma í ár. Kjalvegur og leiðin í Landmannalaugar urðu fær fyrir helgi og búist við að Sprengisandsleið opnist síðar í vikunni. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, um ástand fjallvega.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Leiðin inn í Landmannalaugar um Sigöldu opnaðist síðastliðinn föstudag en fyrir ferðaþjónustuna er það orðið mikið hagsmunamál að vinsælir hálendisvegir opnist sem fyrst. Kjalvegur opnaðist einnig fyrir helgi en leiðin um Kaldadal þann 1. júní, sem er met. 

Fleiri leiðir að Fjallabaki opnast líklega á næstu dögum, eins og Dómadalsleið og Fjallabaksleið nyrðri. Þá er líklegt að fyrir helgi verði orðið fært inn að Lakagígum, um Sprengisand og í Öskju.

Vegurinn um Kaldadal hefur aldrei opnast jafn snemma og í ár.Mynd/Stöð 2.
 Ástand fjallvega má sjá á hálendiskorti Vegagerðarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×