Innlent

Sagðir hafa verið með byssu í íbúð við Laugarnesveg

Atli Ísleifsson skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Eyþór
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur mönnum í íbúð við Laugarnesveg í gærkvöldi þar sem þeir voru sagðir vera með byssu. Í dagbók lögreglu kemur hins vegar fram að byssan hafi reynst leikfang en mennirnir eru grunaðir um vörlu fíkniefna og þýfis.

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að maður hafi verið handtekinn við Laugardalsvöll eftir að hafa sprengt heimatilbúinn flugeld sem hann kastaði inn á Laugardslsvöll meðan landsleikur Íslands og Króatíu stóð yfir. Var hann vistaður í fangageymslu en var laus að lokinni skýrslutöku.

Upp úr klukkan 23 í gærkvöldi var tilkynnt um að farsíma hafi verið stolið frá salernisaðstöðu við tjaldstæðið í Laugardal. Kona hafði þar haft síma sinn í hleðslu meðan hún fór inn á salernið og heyrði hún er einhver kom inn og tók síma hennar.

Nokkru síðar var þremur farsímum stolið frá ungu fólki á meðan það lék sér í fótbolta á íþróttavelli við Dalshús í Grafarvogi. Segir í dagbók lögreglu að það hafi lagt muni sína – síma, lykla og fleira – í grasið við fótboltavöllinn en þegar þau hugsðust nálgast þá aftur var búið að taka þrjá síma.

Upp úr klukkan hálf eitt í nótt var maður handtekinn í Austurborginni grunaður um heimilisofbeldi. Var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Skömmu síðar var svo par handtekið í íbúð við Bríetartún grunað um húsbrot, eignaspjöll og vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×