Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær, en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Nánar verður fjallað um málið og rætt við Sigríði Björk í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þá verðum við í beinni frá Laugardalsvelli þar sem strákarnir okkar mæta Króötum í undankeppni HM í kvöld.

Við greinum einnig frá nýjustu tíðindum í förnsku þingkosningunum þar sem allt bendir til þess að flokkur nýkjörins forseta, Emmanuels Macron, vinni kosningasigur. Þá hittum við mann sem greindist með slæmt tilfelli af sýfilis og vill opna umræðu um kynsjúkdóma. Við kíkjum einnig á hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins, og heimsækjum stóðhestinn Ellert, sem ber nýtt litaafbrigði í íslenska hrossastofninum, og er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×