Erlent

35 ára fangelsi fyrir Facebook-færslu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vajiralongkorn tók við sem konungur Taílands í fyrra.
Vajiralongkorn tók við sem konungur Taílands í fyrra. Vísir/EPA
Þrjátíu og fjögurra ára maður var í vikunni dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að setja skeyti á Facebook sem þóttu móðgandi fyrir konungsfjölskyldu landsins.

Maðurinn setti tíu stöðuuppfærslur inn á síðu sem skráð var á nafni fyrrverandi vinar hans. Vildi hann með því koma óorði á hann. Refsingin var ákveðin sjö ára fangelsi fyrir hvert brot en milduð um helming sökum þess að hann játaði brot sín að hluta.

Löggjöfin varðandi taílensku konungsfjölskylduna er afar ströng. Til að mynda var fjölmiðlum bannað að sitja réttarhöldin eða segja frá hvað stóð nákvæmlega í skeytunum. Með því hefðu þeir sjálfir getað bakað sér refsiábyrgð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×