Fótbolti

Guðlaugur Victor til FC Zürich

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðlaugur Victor var valinn leikmaður ársins hjá Esbjerg á síðasta tímabili.
Guðlaugur Victor var valinn leikmaður ársins hjá Esbjerg á síðasta tímabili. vísir/getty
Svissneska félagið FC Zürich hefur gengið frá kaupunum á Guðlaugi Victori Pálssyni frá Esbjerg í Danmörku. Victor skrifaði undir þriggja ára samning við Zürich.

Victor gekk í raðir Esbjerg í ágúst 2015 og var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili. Victor stóð fyrir sínu en frammistaða hans dugði þó ekki til að bjarga Esbjerg frá falli niður í dönsku B-deildina.

Hinn 26 ára gamli Victor, sem hefur leikið sex A-landsleiki, hefur farið víða á ferlinum en Sviss er sjötta landið sem hann spilar í.

Zürich verður nýliði í svissnesku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Liðið varð bikarmeistari 2016 og komst þar með í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það lék á síðasta tímabili.

Fyrir er einn Íslendingur í svissnesku úrvalsdeildinni; Rúnar Már Sigurjónsson sem leikur með Grasshoppers.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×