Fótbolti

Arnór Ingvi búinn að semja við AEK

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnór Ingvi Traustason á heimavelli AEK við undirskriftina í kvöld.
Arnór Ingvi Traustason á heimavelli AEK við undirskriftina í kvöld. mynd/gazette.gr
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, er genginn í raðir gríska úrvalsdeildarfélagsins AEK í Aþenu á eins árs lánssamningi frá Rapid Vín í Austurríki. Gríska félagið getur svo keypt íslenska landsliðsmanninn á eina milljón evra eftir næsta tímabil.

Arnór er búinn að vera í Aþenu síðan um hádegisbilið að ganga frá sínum málum auk þess sem hann gekkst undir læknisskoðun síðdegis. Hún gekk fullkomlega segja tengiliðir Vísis í grikklandi.

Keflvíkingurinn spilaði 25 leiki fyrir Rapid í austurrísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir komu sína þangað frá IFK Norrköping í Svíþjóð þar sem hann varð landsmeistari árið 2015.

Meiðsli hindruðu framgang hans hjá Rapid en hann byrjaði aðeins fjórtán sinnum inn á hjá í deildinni og kom átta sinnum inn af bekknum.

AEK hafnaði í fjórða sæti grísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en vann svo umspil um sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar. Félagið er komið aftur á gott ról undir traustu eignarhaldi moldrísk viðskiptajöfurs. AEK varð nefnilega gjaldþrota fyrir nokkrum árum og var dæmt niður í 3. deild en hefur unnið sig upp með stæl.

Arnór Ingvi verður fjórði Íslendingurinn sem spilar fyrir AEK en áður hafa verið þar Eiður Smári Guðjohnsen, Elfar Freyr Helgason og Arnar Grétarsson en hann varð síðar yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK.

Arnór Ingvi mun spila í treyju númer 30 hjá AEK.


Tengdar fréttir

Arnór Ingvi á leið til AEK

Lansliðsmaðurinn Arnór Ingvi er sagður á leið til AEK Aþenu á láni frá Rapid Vín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×