Fótbolti

Maradona: Skipti alltaf um stöð þegar ég sé Trump í sjónvarpinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Argentínska fótboltagoðsögnin Diego Maradona hefur lítið álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann er hins vegar öllu hrifnari af Vladimir Putin, forseta Rússlands.

Maradona, sem er staddur í Rússlandi, var spurður álits á tveimur valdamestu leiðtogum heims og að venju sparaði hann ekki stóru orðin.

„Fyrir mér er hann [Trump] fígúra, ef við tölum um pólitík. Í hvert sinn sem ég sé hann í sjónvarpinu skipti ég um stöð,“ sagði Maradona.

Argentínumaðurinn fór hins vegar ekki leynt með aðdáun sína á Putin.

„Á eftir [Hugo] Chavez og Fidel [Castro] er Putin, ásamt [Daniel] Ortega og Evo [Morales], í úrvalsdeild þjóðarleiðtoga,“ sagði Maradona.

„Putin er maður sem getur komið á friði í heiminum. Hann er undur, algjört undur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×