Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk um að huga að lausamunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það verður leiðindaveður á suðvesturhorninu í dag.
Það verður leiðindaveður á suðvesturhorninu í dag. vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður íbúa að huga að lausamunum og festa þá niður eða koma í skjól þar sem leiðindaveðri er spáð í dag, eða suðaustan átt og 10 til 18 metrum á sekúndu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en þar segir að meðal annars sé átt við garðhúsgögn og trampólín. Samkvæmt spánni fer að blása nokkuð hressilega eftir hádegi og líklega mun ekki lægja fyrr en um eða eftir kvöldmat.

Veðurstofan varar við stormi, það er meira en 20 metrum á sekúndu, við suðvesturströndina og á hálendinu. Einnig er búist mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt.


Tengdar fréttir

Veðurstofan varar við mikilli rigningu

Veðurstofan hefur sent frá sér tilkynningu vegna mikillar rigningar sem spáð er um landið sunnan-og suðaustanvert eftir hádegi á morgun, þriðjudaginn 18. júlí og fram á miðvikudag 19. júlí.

Varað við stormi upp úr hádegi

Storminum eiga að fylgja hvassar vindhviður við fjöll sem geta verið varasamar farartækjum sem taka á sig mikinn vind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×