Innlent

Mun oftar leitað að ungmennum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lögregla fær fleiri leitarbeiðnir en fyrr.
Lögregla fær fleiri leitarbeiðnir en fyrr. Vísir/Eyþór
Það sem af er ári hafa borist 66 prósent fleiri óskir um leit að börnum og ungmennum en bárust að meðaltali síðustu tvö ár á undan samkvæmt skýrslu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Alls bárust 25 beiðnir um leit að týndum börnum og ungmennum í júní. Fjöldi beiðna er þó innan útreiknaðra marka fyrir síðustu sex mánuði og tólf mánuði á undan.

Fram kemur í skýrslunni að hegningarlagabrot voru 636 í júní og fækkar þeim milli ára. Innbrot voru 59. Manndráp og líkamsmeiðingar voru 83 og fækkar milli ára. Fíkniefnabrot voru 168 og fjölgar þeim verulega milli ára. 131 tilfelli var um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og fjölgar tilfellum milli ára. Stuldur vélknúinna farartækja fækkar verulega milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×