Innlent

Enginn eldur sjáanlegur þegar tæknilegur búnaður gaf sig í sláttutraktor

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Slökkviliðið er á vettvangi.
Slökkviliðið er á vettvangi. vísir/jói k.
Eldur kviknaði í litlum slátturtraktor á Seltjarnarnesi nú rétt í þessu. Slökkvilið og sjúkrabíll eru á leiðinni á vettvang. Um fimm manns hafa verið sendir út.

Bernódus Sveinsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki mikið sé vitað að svo stöddu. Þá er ekki vitað hvort að mikill eldur sé á svæðinu. Hann telur jafnframt að enginn sé slasaður.

Bernódus segir í samtali við Vísi, að það sé ekki algengt að það kvikni í út frá þess konar búnaði.

Uppfært 15:47.



Slökkviliðið mætti á svæðið en þar hafi mætti þeim reykur. Atvikið átti sér stað á opnu svæði á Seltjarnarnesi að nafni Bakkagarður. Líklegt sé að tæknilegur búnaður hafi gefið sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×