Innlent

Brotist inn í íbúðarhúsnæði í vesturbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tilkynnt var um innbrot í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Þá var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um þjófnað á verkfærum.
Tilkynnt var um innbrot í vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Þá var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um þjófnað á verkfærum. vísir/eyþór
Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í íbúðarhúsnæði í vesturbæ Reykjavíkur laust eftir klukkan 2 í nótt. Tilkynnandi sagði tvo aðila hafa verið þar á ferð en þeir voru báðir farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þeirra er nú leitað en ekki er vitað hvað var tekið í innbrotinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Um klukkan 3 í nótt var tilkynnt um mannaferðir inn á byggingarsvæði í Hafnarfirði. Á vettvangi var maður handtekinn grunaður um þjófnað á verkfærum. Hann var vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á milli 23 og 2 í gærkvöldi og nótt grunaðir um ölvunar- eða fíkniefnaakstur. Þeir voru allir látnir lausir að lokinni blóðtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×