Innlent

Næsti prestur fær ekki laxinn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hofsá í Vopnafirði.
Vísir/Trausti
Hofsá í Vopnafirði. Vísir/Trausti
Kirkjuráð hefur ályktað um að laxveiðihlunnindi í Hofsá sem fylgja Hofi í Vopnafirði verði undanskilin í auglýsingu um sóknarprestsembætti Hofsprestakalls. Arður af veiðinni hleypur á milljónum króna.

Í bókun með samþykktinni tók Kirkjuráð fram að ákvörðunin verði endurskoðuð er starfshópur kirkjuráðs, sem kirkjuþing 2015 ákvað að yrði skipaður til að skoða slík mál í tengslum við stefnumörkun þjóðkirkjunnar um eignir og eignastýringu, skilar niðurstöðu. Þess má geta að veiðihlunnindi í Laxá í Kjós voru einnig undanskilin er embætti sóknarprests á Reynivöllum var auglýst til umsóknar í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×