Innlent

Guðni segir skátana vera afl til góðs

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forseti Íslands skellti í lauflétta sjálfu með skátunum.
Forseti Íslands skellti í lauflétta sjálfu með skátunum. World Scout Moot

Guðni Th. Jóhannesson skemmti sér vel á heimsmóti skáta á Úlfljótsvatni í dag. Fjöldi gesta lagði leið sína á svæðið á opnum heimsóknardegi.



Mótssvæðið hafði á sér fjölmenningarlegt yfirbragð og var alþjóðlegt karnival í gangi. Guðna forseta virtist lítast vel á stemninguna og skemmti hann sér vel með skátunum að því er fram kemur í fréttatilkynningu.



„Það er frábært að sjá þennan hóp sem er saman kominn hér. Gaman að sjá hversu vingjarnlegir allir eru og hvað allir eru staðráðnir í að skemmta sér vel en læra eitthvað nýtt á sama tíma. Fólkið hér virðist ákaft í að ná sér í reynslu og þekkingu til að gera heiminn að betri stað,“ sagði Guðni.

Guðni spókaði sig um mótssvæðið á Úlfljótsvatni í dag.World Scout Moot

„Það er frábært að sjá þennan hóp sem er saman kominn hér. Gaman að sjá hversu vingjarnlegir allir eru og hvað allir eru staðráðnir í að skemmta sér vel en læra eitthvað nýtt á sama tíma. Fólkið hér virðist ákaft í að ná sér í reynslu og þekkingu til að gera heiminn að betri stað,“ sagði Guðni.



Guðni sagðist telja að skátastarf gæti „spilað jákvætt hlutverk“ í því að bæta heiminn og nefnir umhverfis- og friðarmál í því samhengi. „Maður sér þegar maður fer hér um svæðið að allir eru staðráðnir í að læra eitthvað og skiptast á hugmyndum og hví ekki að vera bjartsýnn?“ spyr Guðni. Hann bætir við stöndum þó frammi fyrir mörgum vandamálum í heiminum: 



„Það er fátækt, það er hungursneið og átök en á sama tíma er þróunin að mörgu leyti jákvæð. Ég tel að heimurinn sé betri en hann var fyrir öldum síðan. Við þurfum að líta fram á við og bjartsýn. Við þurfum á fólki eins og skátunum að halda til að vera afl til góðs,“ segir forsetinn.

Guðni sagði að við yrðum að vera bjartsýn.World Scout Moot

Mótsstjóri ánægður með hvernig til tókst

Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri, fylgdi Guðna um svæðið. Hún segir að opni dagurinn hafi verið ætlaður til þess að undirstrika fjölbreytileika og mikilvægi þess að hugsa um hann sem styrk og tæki til að stuðla að friði. Hrönn er ánægð með mótið og segir hún að slagorð mótsins „breyting“ eða „change“ hafi komist vel til skila.



Um fimm þúsund skátar dvelja áfram á Úlfljótsvatni fram á miðvikudag, þegar formlegri dagskrá mótsins líkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×