Innlent

Fjárdráttur í Eyjum enn til rannsóknar

Meint auðgunarbrot starfsmanns Bónuss í Eyjum er enn til rannsóknar. Mynd/Óskar Friðriksson
Meint auðgunarbrot starfsmanns Bónuss í Eyjum er enn til rannsóknar. Mynd/Óskar Friðriksson
Lögreglumál Rannsókn lögreglu á meintum auðgunarbrotum fyrrverandi verslunarstjóra Bónuss í Vestmannaeyjum stendur enn yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. DV greindi frá því í lok mars síðastliðins að mál starfsmannsins hefði verið kært til lögreglu og hermdu heimildir að grunur léki á fjárdrætti. Rannsókn málsins var þá á algjöru frumstigi og stendur enn yfir samkvæmt upplýsingum frá rannsóknar­deild lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, staðfesti við DV að viðkomandi starfsmanni hefði verið sagt upp. Ekki liggur fyrir hversu háar fjárhæðir um er að ræða í málinu né hversu lengi hin meintu brot eiga að hafa staðið. – smj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×