Innlent

Sjö kynferðisbrot á útihátíðum um helgina

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Aukning virðist vera í kynferðisbrotum á útihátiðum á milli ára.
Aukning virðist vera í kynferðisbrotum á útihátiðum á milli ára. Vísir/Heiða
Fimm einstaklingar hafa haft viðkomu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota um og eftir verslunarmannahelgina. Verkefnastjóri neyðarmóttökunnar veit af þremur brotum í viðbót en viðkomandi einstaklingar hafa ekki leitað aðstoðar neyðarmóttökunnar.

„En við vitum um þau og höfum veitt ráðgjöf í einu þeirra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá neyðarmóttöku.

Aukning virðist vera í kynferðisbrotum á útihátiðum á milli ára. Á sama tíma fyrir ári síðan var vitað um sex kynferðisbrot um verslunarmannahelgina. Eitt þeirra var framið í Vestmannaeyjum en hinn fimm á höfuðborgarsvæðinu. Í ár voru sjö brot af þeim átta sem vitað er um framin á útihátíðum en eitt á höfuðborgarsvæðinu.

Hrönn segir að það sé algengt að þolendur leiti aðstoðar neyðarmóttökunnar nokkrum dögum eftir að brotið á sér stað.

„Við vitum það alveg að það koma ekki öll kynferðisbrotamál til okkar, það leita ekki allir aðstoðar neyðarmóttöku. Þau hafa komið seinna, neyðarmóttakan tekur alveg upp í tveggja mánaða gömul mál. Það getur vel verið að þeir sem við höfum heyrt um leiti til okkar. Við vonum það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×