Innlent

Persónuvernd skoðar birtingu ljósmyndar af ungum pilti

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. vísir/ernir
Alvarleg og aðsteðjandi hætta er skilyrði fyrir opinberri myndbirtingu eins og þeirri sem lögregla viðhafði fyrir helgi þegar mynd af unglingspilti var send fjölmiðlum í tengslum við rannsókn alvarlegs kynferðisbrots í Breiðholtslaug.  Þetta er áskilið í 6. gr. reglugerðar um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu.

„Þegar lögregla ákveður að auglýsa eftir einstaklingum í fjölmiðlum þarf vandað mat að hafa farið fram á því hvort alvarleg og aðsteðjandi hætta er fyrir hendi sem réttlæti miðlun slíkra upplýsinga,“ segir Helga Þóris­dóttir, forstjóri Persónuverndar, og bendir á að lögreglan sjálf eigi að meta þetta en lögreglan þurfi að sama skapi að fara að megin­reglum persónuverndarlaga um sanngirni og  meðalhóf.  

„Venjulega viðhefur lögregla þetta mat og það þarf þá að skoða það sérstaklega hafi svo ekki verið,“ segir Helga og bætir við: „Allt eftirlit með lögum um meðferð persónuupplýsinga heyrir undir Persónuvernd þannig að við munum bara fara yfir þetta mál og sjá hvort talin verður þörf á að óska eftir skýringum lögreglunnar.


Tengdar fréttir

Maðurinn sem lögreglan leitaði að fundinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manni vegna atviks sem átti sér stað í Breiðholtslaug mánudaginn 31. júlí síðastliðinn og er til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×