Fótbolti

Sigur hjá Íslendingunum í Norrköping

Elías Orri Njarðarson skrifar
Jón Guðni spilaði allan leikinn með Norrköping í dag
Jón Guðni spilaði allan leikinn með Norrköping í dag mynd/norrköping
IFK Norrköping og AFC Eskilstuna mættust í dag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fyrir leikinn sat Norrköpping í 7. sæti deildarinnar með 27 stig en AFC Eskilstuna eru neðstir í deildinni með 7 stig.

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Norrköping og spilaði allan leikinn. Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu en Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson sátu báðir allan tímann á varamannabekk liðsins.

Leikurinn var tíðindalítill en staðan var markalaus þegar að blásið var til loka fyrri hálfleiks.

Það var svo ekki fyrr en á 87. mínútu þegar að Sebastian Andersson skoraði eina mark leiksins og tryggði IFK Norrköping sigurinn og þrjú góð stig í höfn.

IFK Norrköping lyftir sér upp í 5. sæti deildarinnar en það gengur ekkert hjá AFC Eskilstuna sem rekur lestina og vermir botnsætið í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×